31.7.2011

Djöflakaka

1 3/4 bolli hveiti, 1 tsk salt, 1 tsk matarsódi, 1/2 bolli sykur, 2/3 bolli mjólk, 2 stk egg, 100 gr smjörlíki, 1 tsk vanilludropar. Krem: 1 bolli sykur, 1/3 bolli vatn, 2 eggjahvítur.

Hræra vel saman sykri og smjörlíki. Bæta síðan eggjunum út í og hræra vel. Blandið þurrefnunum saman sér og vökvanum sér. Bætið þurrefnunum og vökvanum svo í slurkum út í og hrærið í á milli. Varist að hræra mikið eftir að síðasta slurknum hefur verið bætt úr í því þá verður deigið seigt. Bakist við 180-200° C, hún er tilbúin þegar hún byrjar að losna frá köntunum.

Kremið: Sjóðið vatnið og látið sykurinn leysast upp í því. Eggjahvítunum er hrært saman í skál og sykurvatninu er bætt smám saman út í meðan hrært er.